News

Ást er þjófnaður

Ást er þjófnaðurÚt er komið ritgerðasafnið Ást er þjófnaður eftir Eirík Örn Norðdahl, en þar er fjallað um höfundarétt, þjófnað og framtíðina í ótal örlitlum hlutum. Að sögn Eiríks var bókin sett saman „einn helvítis mánuð 2011; ort, umbrotin, prentuð og dreift á þrjátíu dögum (enda veröldin á undanhaldi og hver að verða síðastur).“ Meðal annars er fjallað um verkið „Fallegasta bók í heimi“ í ritinu.

Bókin er bæði gefin út í prentuðu formi (kilja) og sem rafbók. Hún fæst á www.perspiredbyiceland.com og www.norddahl.org. Rafbókin kostar á bilinu 5-15 evrur (eftir efnum og hentugleikum) en  prentuð kostar bókin 17 evrur auk sendingarkostnaðar.

Perspired by Iceland gefur bókina út, sem kynnir sig sem miðil um merkingu, helgimyndaspjöll, þjófnað og pólitískan rétttrúnað.

Sjá síður Eiríks Arnar hér á bókmenntir.is


BackSenda Send Prenta Print Share on Facebook

Booksearch

Author:
Book:


Skipta um leturstærð


Tungumál